Knésetja menn eigin þjóð af ásetningi?

Ef stjórnmálamenn eru tilbúnir að knésetja þjóð sína, hvað er þá ótrúlegt við að bissnessmenn vilji knésetja eigið fyrirtæki? Fór Sjóvá "heiðarlega" á hausinn? Málsvörnin í viðtengdri frétt er ekki ýkja trúverðug.

Engum dylst að það er einlægur ásetningur Samfylkingarinnar að knésetja íslensku þjóðina. Hún berst fyrir hagsmunum Hollands, Bretlands og ESB með kjafti og klóm og bregst illa við ef einhver (Eva Joly) reynir að halda uppi málsvörn fyrir íslenska þjóð.

Hún hamrar á því að við verðum að taka á okkur drápsklyfjar vegna IceSave. Þá getum við tekið stórt lán hjá AGS, til að geta tekið mörg lán frá vinaþjóðum. Þá fyrst öðlist íslensk fyrirtæki lánstraust erlendis og geta tekið meiri lán. Öll er þessi rökleysa af blindri tjónkun við Brusselvaldið.

Er þetta ekki svipuð hundalógík og notuð var í útrásinni?

Það er auðveldara að losa sig við skuldir þegar búið er að keyra fyrirtæki í þrot. Rétt eins og það er auðveldara að blekkja þjóð til að skríða til Brussel þegar búið er að buga hana.

Þetta eru tvær veirur af sama stofni: ESB-blinda Samfylkingarinnar og siðblinda útrásarinnar.

 


mbl.is Knésetja menn eigin fyrirtæki af ásetningi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Aldrei þessu vant gaf Jóhanna fréttamönnum færi á að spyrja sig spurninga í morgunn. RÚV birti viðtal við hana í hádeginu þar sem spurt var um lögbannskröfuna.

Synd að þeir skyldu ekki spyrja um álit hennar á skrifum Evu Joly.

Ragnhildur Kolka, 4.8.2009 kl. 13:22

2 Smámynd: Álfdís Eir

Rökfærslan í þessari bloggfærslu er heldur ekki ýkja trúverðug.

Vonandi vaknarðu bráðlega og uppgötvar hvað heimurinn er mikil dásemd.

Álfdís Eir, 4.8.2009 kl. 14:30

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar.

Ragnhildur: Gott að vita að Jóhanna er komin í leitirnar. Daginn sem kosið var um ESB umsókn upplýsti hún í "viðtali" á RÚV að búið væri að ræða málið í 40 klukkutíma og halda yfir 100 ræður, en fékk engar efnislegar spurningar um málið. Því miður dæmigert fyrir hvernig hún er stikkfrí í allri alvöru umræðu.

Álfdís: Eva Joly er einmitt að reyna að vekja okkur Íslendinga. Veröldin verður engin dásemd ef ráðamenn sofa áfram. Viðbrögð tveggja fulltrúa forsætisráðherra við kallinu eru sorgleg. Það þarf tæplega að rökstyðja það sérstaklega, en bendi samt á þetta.

Haraldur Hansson, 4.8.2009 kl. 16:49

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hver trúir því að: Hrannar hefði hjólað í Evu án leyfis Jóhgönnu?

Hver trúir því að: Blaðsfulltrúinn hefði sagt upp á eigin spýtur  og án leyfis Jóhönnu að ekki sé hægt að verja Ísland án þess að ganga frá Icesave fyrst?

Sigurður Þórðarson, 5.8.2009 kl. 00:35

5 Smámynd:

Góð færsla. Það þarf ekki mikla reikningskunnáttu til að sjá skekkjuna í útreikningum Samfylkingar og ESB áhangenda.

, 5.8.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband