Persónukjör en ekki þjóðaratkvæði

Persónukjör er skref í áttina að því sem "þjóðin vill", eins og það heitir. Þetta er gömul hugmynd sem fékk byr undir báða vængi í búsáhaldabyltingunni. Þar var líka gerð krafa um stjórnlagaþing.

KjósendurÁ fundinum var lagt fram mál um "ráðgefandi stjórnlagaþing". Ekki þing sem setur okkur nýja stjórnarskrá, eins og hugmyndin var. Þetta hljómar eins og málamiðlun. Getur verið að þetta með persónukjörið sé bara dúsa til að stinga upp í potta- og pönnuliðið svo að það sætti sig frekar við að stjórnlagaþingið verði ekki ekta?

Það er ekki beint samhljómur í því að leyfa persónukjör vegna sveitarstjórnarkosninga en standa á sama tíma fast gegn því að þjóðin fái að greiða atkvæði um Evrópumálið, sem er miklu stærra mál og varðar hagi komandi kynslóða. 

Persónukjör til sveitarstjórna, en sækja um aðild að Evrópusambandinu án umboðs frá kjósendum. Ég fatta ekki þetta krata-lýðræði.


mbl.is Persónukjör á næsta ári?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband