Hræðsluáróður ... sögðu þeir

Fyrst eftir hrun var afgerandi stuðningur við umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Það var skiljanlegt að fólk vildi leita lausna eftir svo mikið áfall. Finna leiðir. Bara eitthvað. Það voru viðbrögð við áfallinu. Eftir því sem sjálfstraust þjóðarinnar hefur vaxið hefur fylgið við feigðarförina til Brussel minnkað. Nú er öruggur meirihluti þjóðarinnar andvígur. Blessunarlega.

Þegar andstæðingar aðildar Íslands að ESB skrifuðu um aukinn samruna og skert fullveldi í aðdraganda Lissabon sáttmálans árið 2009 voru algeng viðbrögð ESB-sinna að saka okkur um hræðsluáróður og rugl. Þó svo að í sáttmálanum fælist meiri tilfærsla valda til Brussel en áður þekktist og að þar væri lagt fyrir nýjum valdaembættum. Háværum ásökunum um hræðusláróður, upphrópanir, rangfærslur og ómálefnalegan málflutning fylgdu oft smekklaus ókvæðisorð.

En nú eru þetta allt staðreyndir. Enginn getur lengur þrætt.

Ráðamenn stærstu ríkjanna leggja til aukinn samruna upphátt og kinnroðalaust. Forseti framkvæmdastjórnarinnar gerir það líka. Nær daglega koma fréttir af þessari þróun. Sumir tala um að "dýpka samstarfið" og telja það hljóma betur en tala um skert fullveldi. En það er beinlínis stefnan. ESB er að breytast úr sambandi margra sjálfstæðra ríkja í eitt sjálfstætt sambandsríki.

Og svo er það evran.

Hún átti að vera hin gómsæta beita. Nú er öllum (flestum) ljóst að ein mynt fyrir mörg ólík hagkerfi gengur ekki upp. Grikkland er þekktasta dæmið og Spánn það stærsta (ennþá). Nýjasta dæmið er Kýpur sem var hent út á Guð og gaddinn í gær. Jafnvel RÚV kemst ekki hjá því að sýna svo sem einn þátt um evruhrunið mikla. Samruninn er nú talinn óumflýjanlegur ef takast á að bjarga evrunni. Útkoman verður allt annað Evrópusamband en það sem Ísland sótti um aðild að; samband sem við eigum enn minna erindi inní en það sem var fyrir gildistöku Lissabon sáttmálans.

 


mbl.is Hár lántökukostnaður að sliga Spán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og ennþá berja ESBsinnar hausnum við steininn og reyna að kokgleypa allt sem Össur lætur út úr sér.  Ég spyr hvar er skynseminn og athyglin?  Hún virðist ekki til, nema að þeim finnist að tilgangurinn helgi meðalið og þá er það spurning hvort við séum hér að díla við íslendinga eða fólk sem vill ekkert frekar en að tilheyra útlöndum.  Það er þá einfaldara fyrir það fólk hreinlega að flytjast erlendis í sæluna sem þeir álíta að þar sé að finna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.6.2012 kl. 12:30

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hér er einn að vestan í viðbót! Sem var hlynntur aðild framan af, en ég hef metið málin þannig að rökin eru fleiri gegn aðild en með.

Var viðtal við eitthvert danskt ESB-möppudýr í Fréttablaðinu í dag, man ekki hvar í möppudýraröðinni hún er, enda er skrifræðiskerfið á þeim bænum orðið flóknara en nokkur maður skilur, held það svei mér þá.

Frúin af okkar fyrrum nýlenduherraþjóð sagði um fullveldismálin að Danmörk væri fullvalda og fullveldi fælist ekki í að vera ekki hluti af neinu, eins og hún orðaði það og nefndi NATÓ sem hliðstæðu.

Blaðamaðurinn var sennilega meðvitundarlaus, því ekki datt honum í hug að spyrja hvað mörg lög og reglugerðir - um okkar eigin innri þjóðfélagsmál - kæmu í pósti frá höfuðstöðvum NATÓ. Hinsvegar skipta þær hundruðum á ári hverju, lagatilskipanirnar sem berast frá Brüssel.

Theódór Norðkvist, 27.6.2012 kl. 16:05

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þátturinn um hrun evrunnar var athygliverður. Í mörgu leyti í samræmi við umræðuna sem er í gangi - erfitt að troða 17 ólíkum þjóðum undir sama gjaldmiðilinn, hefði átt að byrja á stjórnmálalegri sameiningu og taka síðan gjaldmiðlamálin fyrir, en sagt var að evran hefði verið gildra til að blekkja fólk til fylgis við stjórnmálalega sameiningu vegna sameiginlegs gjaldmiðils.

Þjóðverjar væru vel stæðir vegna ráðdeildar og suður-evrópsku ríkin á hausnum vegna bókhaldssvindls og óhóflegrar skuldasöfnunar. Frakkar vildu nota evruna og sameiningu Evrópu til að tjóðra Þýskaland, en það hefði mistekist því það eru Þjóðverjar sem stjórna leiknum, eins og í knattspyrnunni!

Theódór Norðkvist, 27.6.2012 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband