Tæp 85% á móti ESB aðild

"Andstaðan við aðild að Evrópusambandinu hefur aldrei mælst meiri" eru upphafsorð fréttar á RÚV um skoðanakönnun í Noregi, þá sömu og fjallað er um í viðtengdri frétt.

eu-democracy2Sé aðeins litið til þeirra sem taka afstöðu eru 84,6% á móti aðild að ESB.

Í frétt NRK kemur einnig fram að á norska þinginu sé meirihluti fylgjandi aðild. Það er sambandsleysi sem við á Íslandi könnumst vel við.

Eru stjórnmálamenn skaðlegir í pólitík?

ÍSLAND: Meirihluti þingsins vildi samþykkja Icesave, en fyrir tilstilli forsetans gat þjóðin haft vit fyrir þingheimi og sagt Nei.

BRETLAND: Meirihluti áhrifamanna vildi taka upp evruna og bannaði fólki að kjósa um það. En skynsamir menn höfðu vit fyrir þeim að lokum.

NOREGUR: Meirihluti þingmanna vill flytja fullveldið til Brussel, en 85% þjóðarinnar hefur vit fyrir þeim.

ÍSLAND: Meirihluti píndur út á þingi fyrir aðildarumsókn að ESB, en þjóðin mun aftur hafa vit fyrir þingheimi og segja Nei.

Spurning hvort ekki sé tímabært að stjórnmálamenn hætti afskiptum af pólitík. Síðustu vikur hafa evrópskair stórlaxar helst afrekað að stórskaða lýðræðið og setja "fullvalda" ríki á hausinn.


mbl.is Aðeins 14% Norðmanna vilja ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er nefnilega lóðið. Þingheimurinn er svið hrokagikkja og afbrota sem svífast einskis. Þeir láta ganga fyrir flokkspólitík frekar en vilja/hag þjóðar. 

Valdimar Samúelsson, 11.11.2011 kl. 13:39

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Núna ertu nú alveg úti að aka Haraldur.  Það eru ekki nema hættulegir "populistar" sem fara eftir því sem "pöpullinn" vill, eð  sem tengja sig við vilja fólksins, nú eða dettur í hug að halda þjóðaratkvæðagreiðslur.  Slíkt getur eingöngu endað með skelfingu.

Það eru hinir "upplýstu og menntuðu" stjórnendur sem vita betur og vísa veginn fram á við.

:) Hér þykir mér við hæfi að setja broskall að hætti JÁJ.  Það er "international" yfir að ég sé bara að grínast, eða er það ekki?

G. Tómas Gunnarsson, 11.11.2011 kl. 14:14

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menntunin er kannski afstæð stærð þarna Tomas.  Sá sem segir að evran sé myntin fyrir okkurþótt hún sé á leið til helvítis er menntaður í tilhugalífi fiska í einu einu vatni og segist opinberlega ekki hafa hundsvit á efnahagsmálum.

Það er kannski tveggja broskalla virði.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2011 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband