Aulahrollur andskotans

d_viderSumt er fyndið. Annað er hallærislegt. Sumt er svo krúttlega hallærislegt að það verður bara fyndið.

Svo er annað sem vekur einfaldlega aulahroll.

En það er sitt hvað aulahrollur og aulahrollur. Ef þú vilt upplifa aulahroll andskotans þarftu bara að smella hér og hafa hljóðið á.

Þetta verður ekki toppað.

Athugaðu að það er fullorðið fólk sem stendur fyrir þessu (og þessu) og meira að segja í fullri alvöru!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í áætlun evrópuráðsins um þetta verk er þessu lýst sem leið til að ná til foreldra með áróður (PR) í gegnum börnin.  Ekki ósvipað og Ameríkanr gerðu á stríðsárunum eða var standard issue hjá Sovétríkjunum gömlu og svo auðvitað hjá stjórnmálahreyfingu í Þýskalandi forðum, sem ekki má nefna.

Vondi kallinn heitir Dr. De-Vider (brilliant) en hann vill náttúrlega sjálfstæðar þjóðir en ekki eitt alríki.  Þú ert líklega einn af vondu köllunum hans, hvað þá ég.

Aulahrollur er varla orðið. Plain old hrollur er það sem ég finn.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.7.2011 kl. 23:35

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Já, það er forvitnilegt að skoða kynninguna á ofurhetjunni (einn af hnöppunum neðst á síðunni). Þar kemur fram að á tímum óvissu og breytinga 21. aldar kemur fram nýtt afl: "The European Union ... has emerged as a global superpower."

Þótt Captain Euro sé yfirgengilega kjánalegur, bíddu þá eftir næstu færslu. Þar færðu nokkur dæmi þar sem farið er yfir velsæmismörk í áróðri og smekkleysu. Svo mjög að það ætti að varða við lög.

Haraldur Hansson, 11.7.2011 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband