Færsluflokkur: Evrópumál

Hver voru þá talin galin?

Í einni setningu nær Angela Merkel að ramma inn ESB-umræðu undanfarinna missera á Íslandi.

Þeir sem eru á móti ESB-aðild Íslands hafa varað við hinum hættulega pólitíska samruna. ESB mun breytast úr ríkjasambandi í sambandsríki. "Ever closer Union" er stefnan.

Aðildarsinnar sögðu þetta galinn málflutning og héldu áfram að tala eins og kjánar um "samvinnu fullvalda ríkja", í blindri trú Evrópudrauminn. Og gera enn.

Merkel boðar nú fyrsta stóra skrefið, bæði hátt og skýrt:

  
Ef einhver hefði sagt fyrir fáeinum mánuðum að í lok ársins 2011 myndum við vera í fullri alvöru að stíga ákveðin skref í átt að evrópsku stöðugleikasambandi, evrópsku bandalagi um fjárlög, í átt til þess að grípa til afskipta (af fjárlögum) í Evrópu, þá hefði hann verið talinn galinn.
  

Nú blasir sannleikurinn við.

Lýðræðinu ýtt til hliðar í hverju ríkinu á fætur öðru og næst skal væn sneið af fullveldinu tekin af þjóðunum og færð til Brussel. Allt undir því yfirskini að það þurfi að bjarga evrunni!

Eins og Merkel bendir á var slíkur samruni réttilega álitinn galinn (og þess vegna varað við honum). Nú verður þessi galna hugmynd ekki lengur umflúin, evrunnar vegna. Samfylkingin heldur samt áfram háskalegu blindflugi til Brussel.


mbl.is Fjárlagabandalag í burðarliðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já! Ísland – toppar vitleysuna

Félagsskapur sem heitir "Já! Ísland" er orðinn enn furðulegri en Evrópusamtökin. Nú keppast þeir við að toppa sjálfa sig í vitleysunni. Maður hlýtur að spyrja sig: Ef þeim finnst ESB svona æðislegt, hvers vegna dugir þeim ekki að segja satt? Hvers vegna alltaf að hagræða upplýsingum og sveigja sannleikann?

Það er klárt mál að þeir blekkja engan, í best falli ljúga að sjálfum sér. Til hvers?

Af nógu er að taka, en hér koma tvö nýjustu afrekin þeirra:

Á bloggsíðu sinni birtu samtökin yfirlit, sem er ætlað að gefa glansmynd af ESB, slæma mynd af Íslandi og versta þó af krónunni. Þar eru þrjár meginreglur vandaðrar upplýsingagjafar brotnar.

#1 - handvalinn samanburður
Breyting á kaupmætti frá árinu 2008 borin saman við þrjú valin Norðurlönd. Hvers vegna ekki breyting frá 2000 eða 1990 til að fá alvöru samanburð? Hvers vegna ekki við 10 Evrópuríki sem gefa þverskurð af ESB? Vegna þess að það þjónar ekki tilganginum.

#2 - óviðkomandi þáttum bætt inn
Sagt frá að 84% íslenskra ungmenna „langar til að vinna í öðru Evrópuríki í lengri eða skemmri tíma". Og hvað? Öll ungmenni dreymir um að hleypa heimdraganum og skoða veröldina. Af þeim sem láta verða af því fara langflest til Evrópulands sem heitir Noregur og er ekki í ESB (en það kemur ekki fram í yfirlitinu).

#3 - óþægilegum hlutum sleppt
Þótt fjallað sé um 10 málaflokka er þess vandlega gætt að gleyma að minnast á atvinnuleysi. Það hentar greinilega ekki málstaðnum.

... og svo kom skoðanakönnun

Eins og við mátti búast, þegar ESB sinnar eru annars vegar, gátu þeir ekki sleppt því að brjóta grunnreglur fagmennsku við skoðanakönnun. Hengdu þjóðaratkvæði á annan kostinn til að gera hann fýsilegri en hinn og beina þannig atkvæðunum þangað. (Spurninginn mun hafa verið í tveimur útgáfum, en ekki hefur verið greint frá hvort munur var á niðurstöðum.)

Með því að telja aðeins þá sem svara tókst að koma stuðningi við blindflugið til Brussel upp í 53%. Yfir því kættist formaður félagsins Sterkara Ísland „miðað við þær aðstæður sem við er að glíma í Evrópu um þessar mundir".

Formaðurinn sá hefur m.a. afrekað að skrifa furðulegustu grein sem birst hefur um fiskveiðar í ESB umræðunni. Þó ekki náð að toppa kjánaskrif formanns Evrópusamtakanna. Það hlýtur að vera næst á dagskrá hjá Já! Íslandi.

----- ----- -----

PS:  Rétt að taka fram að Fréttatíminn segir að Sterkara Ísland hafi staðið fyrir skoðanakönnuninni en Evrópusamtökin segja að Já! Ísland beri ábyrgð á henni, hver svo sem munurinn er. 


mbl.is Meirihluti vill kjósa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeim fækkar sem vilja skríða

Það væri stórt skref í átt að málefnalegri umræðu ef RÚV - sameign okkar allra - tæki sig til og útskýrði þann gífurlega mun sem er á ríkjasambandinu sem Ísland sótti um aðild að og sambandsríkinu sem Barroso og Rompuy boða í viðtengdri frétt. Það er ekki lítill munur.

Þá er öruggt að þeim myndi fækka enn frekar sem vilja skríða til Brussel.

Í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Heimssýn í júní var niðurstaðan þessi:

  • 51,0% vilja hætta við ESB umsóknina
  • 38,5% vilja halda áfram að skríða til Brussel
  • 10,5% taka ekki afstöðu eða svara ekki

Könnun, sem MMR gerði fyrir Andríki nú í nóvember, sýnir svipaða niðurstöðu:

  • 50,5% vilja draga ESB umsókn til baka
  • 35,3% vilja halda áfram að skríða til Brussel
  • 14,2% voru hvorki fylgjandi né andvíg umsókn

Sé aðeins tekið mið af þeim sem taka afstöðu vildu 57,0% draga umsóknina til baka í júní en eru orðnir 58,9% núna. Skynsemin vinnur svolítið á. Að sama skapi fækkar uppgjafarsinnum úr 43,0% í júní í 41,1% nú, af þeim sem taka afstöðu. 

Það er mjög skiljanlegt að margir nenni ekki að eyða tíma og orku í að kynna sér Evrópusambandið; lög þess, stjórnkerfi og hvar völdin til ákvarðanatöku liggja. Þess vegna ætti RÚV að kappkosta að vera með hlutlausa og upplýsandi kynningu. Þá myndi stuðningur við umsókna minnka hratt og örugglega. 
 

Þjóðaratkvæði löngu tímabært

Það verður að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að draga umsóknina til baka. Þó þannig skilyrta að verði hún samþykkt af Alþingi þurfi að bera þá niðurstöðu undir þjóðaratkvæði. Virða leikreglur lýðræðisins! Þá loksins fengi almenningur að kjósa um málið, sem er löngu tímabært. Og vonandi koma því þar með út úr heiminum fyrir fullt og fast.


mbl.is Áætlun um evruskuldabréf lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eiga Jimi Hendrix og ESB sameiginlegt?

HendrixESB-ríkin hafa sótt um inngöngu í The 27 Club. Þar eru fyrir Jimi Hendrix, Janis Joplin, Kurt Cobain, Amy Winehouse og fleiri. Það sem ESB á sameiginlegt með félagsmönnum er að þau dóu öll þegar þau voru orðin 27.

Þrátt fyrir að hafa þegar jarðað lýðræðið er ekki víst að umsókn ESB verði samþykkt.

Tvennt dregur úr möguleikum. Annars vegar að ESB hefur ekki afrekað neitt nógu merkilegt. Hins vegar óvissan um hvort The 27 Club samþykki banvænar €-töflur sem alvöru dóp úr viðurkenndu eldhúsi.

Meðan beðið er niðurstöðu ræða menn útförina.


Tæp 85% á móti ESB aðild

"Andstaðan við aðild að Evrópusambandinu hefur aldrei mælst meiri" eru upphafsorð fréttar á RÚV um skoðanakönnun í Noregi, þá sömu og fjallað er um í viðtengdri frétt.

eu-democracy2Sé aðeins litið til þeirra sem taka afstöðu eru 84,6% á móti aðild að ESB.

Í frétt NRK kemur einnig fram að á norska þinginu sé meirihluti fylgjandi aðild. Það er sambandsleysi sem við á Íslandi könnumst vel við.

Eru stjórnmálamenn skaðlegir í pólitík?

ÍSLAND: Meirihluti þingsins vildi samþykkja Icesave, en fyrir tilstilli forsetans gat þjóðin haft vit fyrir þingheimi og sagt Nei.

BRETLAND: Meirihluti áhrifamanna vildi taka upp evruna og bannaði fólki að kjósa um það. En skynsamir menn höfðu vit fyrir þeim að lokum.

NOREGUR: Meirihluti þingmanna vill flytja fullveldið til Brussel, en 85% þjóðarinnar hefur vit fyrir þeim.

ÍSLAND: Meirihluti píndur út á þingi fyrir aðildarumsókn að ESB, en þjóðin mun aftur hafa vit fyrir þingheimi og segja Nei.

Spurning hvort ekki sé tímabært að stjórnmálamenn hætti afskiptum af pólitík. Síðustu vikur hafa evrópskair stórlaxar helst afrekað að stórskaða lýðræðið og setja "fullvalda" ríki á hausinn.


mbl.is Aðeins 14% Norðmanna vilja ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Féll í sautjánda sinn!

Það er alltaf ákveðin spenna í loftinu þegar European Court of Auditors leggur fram ársskýrslu sína, en það er eins konar ríkisendurskoðun Evrópusambandsins.

Skýrsla fyrir rekstrarárið 2010 var gefin út í Luxembourg í dag. Til að gera langa sögu stutta þá féll ESB á prófinu sautjánda árið í röð!

Ekki er hægt er gera grein fyrir 3,7% útgjalda, sem leggur sig á 713.000 milljónir króna. Munurinn skýrist að mestu af spillingu og/eða að ekki sé farið að settum reglum við meðferð á almannafé.

Menn kippa sér ekki mikið upp við það, enda á spillingin lögheimili í Brussel eins og allir vita. Þetta er svipuð fjárhæð og aðildarríkin þurftu að borga í viðbótarskatt til ESB á þessu ári.

Fréttatilkynningu ríkisendurskoðunar ESB má lesa hér.


The End of Money

Á fréttastöðinni SkyNews er fastur liður þar sem farið er yfir forsíðufréttir dagblaðanna með tveimur sérfræðingum. Í kvöld yfirskyggðu fréttir af evruvandanum allt. Óttinn við mikinn samdrátt, jafnvel hrun, er verulegur.

Sérfræðingarnir voru sammála um að evruvandi Grikklands væri bara smámál í samanburði við Ítalíu, sem gæti sligað allt Evruland. Annar sagðist óttast mest "the end of money". 

Það sem vakti athygli mína var tafla um skuldatryggingarálag. Hún leit svona út:

  • Grikkland               32,32%
  • Portúgal                11,77%
  • Írland                     8,20%
  • Ítalía                      7,25%
  • Spánn                    5,81%
  • Belgía                     4,38%

Hættumörkin eru við 5% og þegar álagið kemst í 7% er staða ríkisins talin óviðráðanleg (álagið á Ísland fór aftur yfir 3% um daginn).

Listinn sýnir sex verst stöddu vestrænu ríki heims. Þau eiga það sameiginlegt að vera ESB ríki sem eiga engan gjaldmiðil. Þau köstuðu honum og um leið sviptu þau sig peningalegu fullveldi.

Nú er fullveldi þeirra horfið. Týnt og tröllum gefið. Í staðinn fyrir alvöru gjaldmiðil nota þau skaðræðis vafning sem er kallaður Evra.


Hræsni

Þótt Berlusconi sé bæði skrýtinn og spilltur er hann réttkjörinn leiðtogi á Ítalíu með lýðræðislegt umboð frá kjósendum. Vilji menn losna við hann á að gera það á ítölskum forsendum eftir leikreglum lýðræðisins.

Það skiptir nefnilega miklu máli hvernig hlutina ber að.

Engum dylst að Merkozy hefur grafið undan trausti Berlusconis, meira að segja hló að honum í beinni. Skriflegar fyrirskipanir frá ECB og kröfur ESB um niðurskurð, skattahækkanir og eignasölu eru afskipti sem miða að því að bola Berlusconi frá völdum. Þá fá þau einhverja Bossi dyramottu í staðinn.

Þegar Berlusconi missir embættið mun Merkozy mæra hann af sömu hræsninni og þegar þeim tókst að bola forsætisráðherra Grikklands frá. Það þótti algjör nauðsyn, annars hefði hann leyft þjóð sinni að kjósa um stöðu sína og framtíð.

Merkozy tjáði sig þá, í sitt hvoru lagi. Merkel sagðist virða ákvörðun Papandreous og talsmaður Sarkozys hrósaði Grikkjum fyrir þá góðu lausn að mynda þjóðstjórn. Þvílík hræsni.

Eftir að hafa fellt tvær lýðræðisleg kjörnar ríkisstjórnir, er Merkozy komin í hörkuþjálfun. Fyrst Slóvakía, svo Grikkland og lýðræðinu hent í ruslflokk. Þegar Ítalía bætist á afrekaskrána mun ekki vefjast fyrir þeim að þakka Berlusconi góð kynni og hrósa honum smá um leið og kætast yfir að hafa bolað honum í burtu líka.

Og allt er þetta gert til að bjarga evrunni!


mbl.is Bossi vill að Berlusconi segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingin á lögheimili í Brussel

Það var óheppileg tilviljun þegar skipafélag gríska milljarðamæringsins Spiro Latsis fékk €10,3 milljónir í styrk frá ESB, mánuði eftir að forsetinn José Barroso eyddi vikufríi á lúxussnekkju í eigu Latsis. Svona óheppni getur sáð fræjum tortryggni.

Nú ætlar Jóhanna til Brussel í vikunna að ræða við báða forseta ESB. Efni fundanna er ekki gefið upp, en lýðræði, opin stjórnsýsla, fagleg spilling og gjaldmiðill í öndunarvél eru líkleg fundarefni. 

"Það er bara misskilningur að það sé einhver spilling í Evrópusambandinu, þar gilda reglur sem farið er eftir" sagði mér maður sem vill ganga í ESB gagngert til að draga úr spillingu og uppræta klíkuskap.

berlusconi_scandalÞað hlýtur þá að vera uppspuni að Ítalíu sé að hálfu stjórnað af félagi sem heitir Mafía og að hálfu af siðblindum Berlusconi  sem kaupir sér samkvæmisleiki með stúlkum (sem sumar hafa náð lögaldri).

Það er ábyggilega tilbúningur að forseti Frakklands hafi skipað ungan son sinn í hálaunastarf. Eða að breskir þingmenn hafi þurft að segja af sér fyrir peningasukk og þrír endað í fangelsi.

Þessar fréttir úr Evrópu hljóta allar að vera skáldskapur gulu pressunar. Strauss-Kahn er ekki einu sinni í framboði lengur í Frans. 

Þeir sem segja að spillingin blómstri í Grikklandi eftir 30 ára veru í ESB og að Búlgarar upp til hópa bjóði atkvæði sitt til sölu eru að fara með ósannindi. 

Allar þessar fréttir eru svona rangar af því að blaðamenn skilja ekki inntak vandaðrar spillingar. Forsetarnir munu fullvissa Jóhönnu um að spilltir pólitíkusar á Íslandi séu eins og meinlaus kaupfélagsklíka í samanburði við fagmennina ytra og verði að ganga í ESB til að læra til verka. 

Í Brussel, þar sem spillingin á lögheimili, er allt eins og það á að vera því "þar gilda reglur sem farið er eftir". Spillingin eftir reglum elítunnar er vönduð og vænleg, enda blasir árangurinn hvarvetna við.


mbl.is Jóhanna fundar í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Féllu Grikkir á eigin bragði?

Beware of Greeks bearing gifts er orðatiltæki þar sem vísað er í Trójuhestinn gríska. Grikkir smíðuðu hann til að koma hermönnum inn fyrir varnarmúra Tróju. Það var lykillinn að sigri þeirra, eftir tíu ára umsátur. 

Allar götur síðan er tréhesturinn gríski tákn um hermdargjöf.

Nú, meira en þrjú þúsund árum síðar, féllu Grikkir á eigin bragði. Eða svo telur höfundur þessarar myndar.

trojan-horse

Í Trójustríðinu var hesturinn úr tré, vopnin sverð og skjöldur og barist um Helenu fögru. Núna er hesturinn banki, vopnið er eitruð evra og barist um eignir grísku þjóðarinnar. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband